Íþrótta- og æskulýðshópar
Staðsetning

Íþrótta- og æskulýðshópar

greinam-adrenaling04

 

Skólahópar, íþrótta og æskulýðshópar

 

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og bókanir á netfangið: adrenalin(hjá)adrenalin.is

 

Adrenalíngarðurinn hentar einstaklega vel bæði fyrir börn og unglinga. Í garðinum hristist hópurinn vel saman og krakkarnir gleyma bæði stund og stað á meðan þau spreyta sig á skemmtilegum þrautum. 

 

Dagskráin:

Þegar hópurinn mætir í Adrenalíngarðinn fá allir afhent klifurbelti og hjálm. Áður en haldið er af stað í þrautirnar eru öryggisatriðin kynnt og þátttakendur fá tækifæri til að æfa sig í sérstakri æfingabraut sem staðsett er á jafnsléttu. Eftir það velur hver og einn þær þrautir sem hæfa.

 

Adrenalíngarðurinn samanstendur af eftirfarandi þrautum:

Þrautabrautin inniheldur um 50 mismunandi þrautir í 1m, 5m og 10m hæð, ásamt lengstu svifbraut landsins. Prófaðu...þú sérð ekki eftir því.

Risarólan er um 12m há og sú hæsta á Íslandi. Við hífum þig upp í þá hæð sem þú vilt og þú togar í spottann...ekki missa af þessu.

Staurinn er 10m há krefjandi áskorun sem seint gleymist. Þú klifrar upp, stendur á toppnum og stekkur fram af...ef þú þorir.

 

Á staðnum eru sérþjálfaðir leiðbeinendur og eru þeir ávallt til taks ef þarf.

 

Í hnotskurn:

Tímabil: 1. mars - 31. október.

Opnunartími: Eftir samkomulagi.

Tímalengd: Um það bil 3 tímar, fer eftir stærð hópsins.

Hópastærð: Lágmark 10 - hámark 100.

Lágmarksaldur: 9 ára og eldri geta farið í allar þrautir, 6 - 8 ára fá aðeins að fara í 1m í þrautabrautinni (í fylgd fullorðinna) einnig eru þau velkomin í Risaróluna.

Hámarksaldur: Verðið fyrir skólahópa miðast við 16 ára (10 bekk) og yngri.

Útbúnaður: Útivistarfatnaður sem hæfir veðri s.s. léttir gönguskór eða íþróttaskór, hlý föt og regnheld, buff undir hjálma, vettlingar (fingravettlingar eru sérlega hentugir). Gott er að taka létt nesti með í garðinn.

Aðstaða: Inniaðstaða er lítil sem engin en fylgdarmönnum er boðið upp á kaffi í litlum skúr sem staðsettur er í garðinum. Gott er að taka með vatnsbrúsa þar sem ekkert rennandi vatn er í garðinum. Salernisaðstaða er á staðnum.

Annað: Aðstoðarmenn fá frítt.

 

 

 

Staðsetning

Staðsetning:

Adrenalíngarðurinn er staðsettur á Nesjavöllum, um einn km. frá Nesjavallavirkjun.

Stysta leiðin í Adrenalíngarðinn er um Nesjavallaleið, ca. 35 mín. akstur:

Akið eftir þjóðvegi 1Suðurlandsveg frá Reykjavík í átt að Selfossi fram hjá Rauðavatni - um 3 km fjarlægð frá Rauðavatni er beygt til vinstri inn á Nesjavallaleið, vegur 435 og ekið sem leið liggur veginn á enda. Þegar komið er niður af Henglinum þá er beygt til hægri á veg 360 og svo aftur til hægri eftir 1 km inn á afleggjarann inn að Nesjavallavirkjun.

Frá Höfðabakkabrú eru 38 km á Nesjavelli.

 

ADR kort